Fjällbacka liggur á vesturströnd Svíþjóðar og er líklega frægastur fyrir það að rithöfundurinn Camilla Läckberg er uppalin þar. Bækurnar hennar gerast líka ýmist í Fjällbacka eða þar í kring. Okkur fannst líka ofsalega merkilegt að hluti af kvikmyndinni um Ronju Ræningjadóttur var tekin upp í Fjällbacka.
Á mydninni fyrir ofan erum við mæðginin að labba í Kungsklyftan, gjánni úr Ronju Ræningjadóttur. Á neðri myndinni sjást fallegu feðgarnir mínir í sömu gjá. Litli ljúfur reyndi mikið að ná í steininn.
Við ætluðum bara að vera þarna í þrjá daga með vinafólki okkar, en ég fékk óvænt starf á veitingastaðnum Richters, í eina viku, svo við ákváðum að stoppa í alls tíu daga. Ég mæli eindregið með þessum veitingastað fyrir þá sem eiga leið um Fjällbacka. Æðislegur matur og alveg geggjað útsýni. Báðar myndirnar hér fyrir neðan voru teknar beint fyrir utan veitingastaðinn.
Þetta var eiginlega alveg fullkomið. Við fjölskyldan vöknuðum á morgnanna, fórum út og nutum daganna saman, og svo fór ég í vinnuna um fimmleytið. Það var líka alveg frábært að fá tækifæri til að æfa sænskuna :)
Okkur var í tvígang boðið í heimsókn til mágkonu afa sem á ótrúlega fallega og notalega sjóbúð, við bryggjuna í Fjällbacka. Hún á fullt af leikföngum fyrir litlu ömmustrákana sína og kúturinn minn var alsæll þegar hann fékk að leika sér að þeim.
Elsku litla drenginn minn langaði svo að sigla öllum þessu stóru bátum sem hann sá. Hann lét sér þó nægja að sigla þessum litla plastbát og horfði með aðdáunaraugum á hina :)
Kveðja, Hanna