Monday, April 14, 2014

Melónubitar

Við mæðgin elskum melónur. Förum létt með að borða heila vatnsmelónu yfir föstudagsbíóinu. Eiginlega finnst mér melónur, mangó og appelsínur fullkomið nammi en það getur orðið voðalega subbulegt. Þess vegna hef ég ekkert verið neitt rosalega hrifin af þessu girnilega og gómsæta hollustunammi í sófanum.

Við getum þó borðað melónu í rólegheitunum í sófanum núna, því alveg óvart uppgötvaði ég snilldar leið til að skera hana :)

 
 
Bara pínulítill börkur eftir, og ekkert sull :)
 


Svo reyndar gúglaði ég smá og komst að því að ég var enginn snillingur. Ég hef örugglega séð þetta einhvern tímann á netinu og gleymt því. Á þessum link er hægt að sjá hvernig maður sker melónuna til að fá svona fína bita :) Kíktu :)
 
 
Kveðja, Hanna

Wednesday, April 9, 2014

Sunnudagskaffið


Við fjölskyldan erum öll voðalegir sælkerar og einn af föstu liðum vikunnar er sunnudagskaffið.
Yfirleitt er það bara eitthvað einfalt og gott sem við mæðgin getum útbúið saman. Pönnukökur, skúffukaka, vöfflur... mmmm. Okkur finnst svo allt bragðast best þegar við getum deilt því með góðum gestum.



Það er auðvitað nauðsynlegt að halda kúlinu í bakstrinum. Sólgleraugu og of stór svunta er alveg málið :) Það fer nú að koma tími á að hann fái sína eigin svuntu.

 

 
Allar kökur verða betri ef maður syngur á meðan bakstrinum stendur.

 


Sætari en súkkulaðikrem. Ekki samt segja honum það, skv honum sjálfum er hann ALLS EKKI sætur. Bara flottur.
 

 
 
Þegar maður er bara 3ja ára er voða erfitt að bíða þar til allar vöfflurnr eru tilbúnar.
 
 
 
Gæðastjórnun er bráðnauðsynleg. Súkkulaðismakk er allra mikilvægasti þáttur vöfflubaksturs, eins og allir ættu að vita :)
 
 
 
Kveðja, Hanna