|
Amma er fræg fyrir fallegu blómin sem hún málar :) |
Elsku amma mín, Kolfinna Ketilsdóttir, á afmæli í dag. Hún er ein af yndislegustu, duglegustu og flottustu konum sem ég þekki. Mér finnst það forréttindi að þekkja hana, og að eiga hana sem fyrirmynd.
|
Sjálfsmynd, eftir ömmu |
Síðasta árið hef ég verið svo heppin, að ég fékk að kynnast ömmu minni alveg upp á nýtt. Amma mín er sko ekki bara amma, heldur er hún orðin ein besta vinkona mín. Við getum setið tímunum saman og rætt heima og geima. Það er alveg ómetanlegt. Það er líka svo gaman að læra af ömmu. Stundum finnst mér að amma kunni allt.
|
Glóbristingur, mynd eftir ömmu. |
Auk þess að vera skilningsrík og skemmtileg er amma mín einstakur listamaður. Ég tók nokkrar myndir af verkunum hennar ömmu þegar ég var hjá henni um daginn sem ég ætlaði að setja hér inn, en myndatakan misheppnaðist svo að fegurð listaverkanna komst ekki til skila í gegnum myndirnar. Litirnir breyttust mikið, flassið sést á mörgum mydanna, og ég er bara alls ekki með nógu góða myndavél. Ég verð samt að setja nokkrar myndir. Þessum hæfileikum þarf einfaldlega að deila.
|
Ég trúi því varla enn að þetta sé ekki ljósmynd. |
|
Amma hefur ótrúlegt auga fyrir smáatriðum. |
|
Allt myndir eftir ömmu. Tekið inni á vinnustofu. |
|
|
Ótrúlega fallegt. |
|
Eyjafjallajökull. |
|
|
|
|
Tekið af vinnuborðinu hennar ömmu. |
Ég ákvað að spara það að sýna þér myndir af verkum sem ég á sjálf frá ömmu. Setja frekar inn margar litlar færslur en eina stóra. Meðal þess sem þú færð að sjá seinna eru stórkostleg málverk máluð með hníf, fleiri falleg blóm og fuglar, lampi, og margt fleira.
"Ég elska þig, amma. Til hamingju með daginn."
Kveðja, Hanna Björg