![]() |
Mesquite kjúklingasalat |
Mér finnst svo gaman að búa til holla, góða og einfalda rétti sem tekur stutta stund að matreiða. Einn af uppáhaldsréttunum mínum er Mesquite kjúklingasalat.
Ég krydda kjúklingabringur með olíu og mesquite kryddi, pakka þeim í álpappír og elda svo í ofni á 180°c í u.þ.b. 30 mínútur.
Mesquite krydd, fæst t.d. í Bónus og Hagkaup. |
Ég leyfi kjúklingnum yfirleitt að kólna aðeins áður en ég sker hann. Ég las nefnilega einhvern tímann að þá verði hann safaríkari. Ég veit ekki hvort það er rétt, en minn kjúklingur verður a.m.k. oftast mjög djúsí :)
Kveðja, Hanna