Wednesday, August 22, 2012

Húsráð: pottur sem sýður ekki upp úr

Ég man ekki hvar ég heyrði eða las þetta ráð en það er eitt af þeim bestu sem ég hef prófað.

Ef þú setur trésleif (eða tréprik eins og ég gerði, því ég á ekki trésleif) yfir suðupott, þá sýður ekki upp úr honum.


Finnst þér þetta hljóma ótrúlega? Mér fannst það. Svo prófaði ég þetta - og það sýður aldrei upp úr. 

Prófaðu þetta endilega þegar þú sýður eitthvað næst :) 

Kveðja, Hanna