Wednesday, January 30, 2013

Nýtt heimili :)



Það hefur sko ýmislegt skemmtilegt drifið á daga okkar fjölskyldunnar síðan ég skrifaði síðast almennilegan póst hérna (enda ansi langt um liðið). 
 
 Hæst ber að nefna að við keyptum okkur hús ! Lítið gult raðhús með garði, tveimur baðherbergjum og fataherbergi. Okkur fannst það þó ekki alveg nógu fínt að innan, svo við ákváðum að gera ýmsar „minni“ breytingar áður en við flytjum inn. Ég lofa að segja þér meira frá því seinna, og sýna þér myndir. Myndirnar í þessum pósti tók ég af húsinu þegar við mæðginin fórum aðeins að "máta" garðinn í húsinu um helgina :)

Með hjálp frá dásamlegum og hörkuduglegum vinum okkar fjölskyldunnar er allt að verða tilbúið og það styttist óðum í að við getum flutt inn. Hrikalega spennandi!

Að öðru, ég prófaði að gera svona „eggjapítsu“ í gær, svipuð þeim sem ég er búin að sjá um allt á netinu. Ég notaði ÞESSA uppskrift – með smá breytingum. Ég gerði mína þó aðeins of þunna, svo sneiðarnar „héldu sér“ ekki alveg nógu vel. Næst nota ég minna form, tek mynd af útkomunni og segi þér hvaða breytingar ég gerði á uppskriftinni. Hún var alveg hrikalega góð, og ég mæli alveg hiklaust með því að þú prófir. Namm!

Kveðja, Hanna Björg