Ég gerði þessar krúttlegu samlokur fyrir ljúfinn minn áðan.
Því miður
fattaði ég ekki fyrr en þær voru tilbúnar, að hann hefði auðvitað haft
ótrúlega gaman af því að skera þær út sjálfur. Klaufinn ég! Man það
næst.
Það er ábyggilega betra að nota piparkökuform en ég á ekkert svoleiðis svo ég notaði leikfang frá litla ljúf :)
Ég smurði samloku með skinkumyrju (á báðar brauðsneiðarnar) og setti skinku á milli. Síðan skar ég út litla krúttlega púslbita með því að þrýsta forminu í gegnum samlokuna. Voila! Tilbúið.
Kveðja, Hanna