Við fjölskyldan komum heim úr yndislegu fjölskylduferðalagi í gær. Við byrjuðum í Liseberg tívolíinu fyrir tæpum tveimur vikum, fórum þaðan til ömmu og afa í Laholm, fengum þar lánað hjólhýsi, keyrðum svo til Fjällbacka þar sem ég fékk óvænt tímabundið starf - svo við ákváðum að stoppa þar nokkrum dögum lengur en við höfðum ætlað. Eftir að hafa verið í Fjällbacka í níu daga keyrðum við aftur til ömmu og afa, gistum þar eina nótt og keyrðum svo heim.
Litla ljúf fannst allt í góðu lagi þó það rigndi svolítið í ferðalaginu. |
Fjörið var sko alls ekki búið þegar við komum heim, því hingað komu þrjár sextán ára skvísur sem ætla að eiga skemmtilega viku með okkur :) Þær stöllur verða hér næstu vikuna.
Á tjaldsvæðinu var stórt trampólín sem sló alveg í gegn :) |
Það er sem sagt nóg að gera í sumarfríinu :)
Kveðja, Hanna