Ég
gerði pastasúpu með kjúklingi í kvöld. Súpa er reyndar svolítið
rangnefni. Þetta er eiginlega svona mitt á milli þess að vera súpa og
kássa.
Eins og flest sem ég elda, er þessi réttur ósköp einfaldur :)
Eins og flest sem ég elda, er þessi réttur ósköp einfaldur :)
Innihald:
1 l tómatsafi
1 stk laukur
2 stk hvítlauksrif
6 stk sólþurkkaðir tómatar
5 dl pasta
2 stk kjúklingabringur
kjúklingakraftur
pizza & pasta krydd
(frá Knorr)
Aðferð:
- Byrjaðu á því að saxa laukinn og skera tómatana og kjúklinginn.
- Síðan skaltu svissa laukinn aðeins í potti, pressa svo hvítlauk út í og bæta við sólþurrkuðu tómötunum.
- Næst hellirðu tómatsafanum saman við og lætur sjóða.
- Þegar suðan er komin upp skaltu bæta kjúklingnum við og leyfa honum að malla þar til hann er næstum tilbúinn. Þá er komið að því að bæta pastaskrúfunum út í.
- Leyfðu svo öllu að malla í dálitla stund þar til pastað og kjúklingurinn eru tilbúin.
- Þá er um að gera að smakka réttinn og bæta við smá kryddi ef þér þykir þörf á.
Þú afsakar ónákvæmnina í uppskriftinni. Ég steingleymdi að fylgjast með
því hvað ég var lengi að hverju. Ég þreif nefnilega eldhúsið og lagði á
borð á meðan ég var að elda og kíkti bara reglulega í pottinn á meðan.
Talandi
um að leggja á borð. Mér finnst svo gaman að gera borðið fínt með því
að nota sætar servíettur og diskamottur. Ég get svo svarið fyrir það að
maturinn smakkast betur :)
Kveðja, Hanna