Litli stúfurinn minn er búinn að vera rosa spenntur fyrir töskum síðustu daga. Mig grunar að uppspretta áhugans sé áhorf hans á Dóru landkönnuð en hún á einmitt voða fína tösku.
Þegar við löbbuðum heim úr leikskólanum í dag vildi ljúfurinn litli alveg endilega halda sjálfur á leikskólatöskunni sinni. Það gekk frekar brösulega, enda taskan á stærð við hann sjálfan. Við komum þess vegna við í bænum og keyptum litla sæta tösku sem hann getur borið alveg sjálfur.
Hann valdi þessa fínu tösku alveg sjálfur :) Vildi ekki líta við neinum öðrum. Mér fannst það í góðu lagi, enda er þetta taskan sem ég hefði sjálf valið fyrir hann.
Hann var ekkert lítið roggin, þegar hann fékk að setja á sig bakpokann og labba með hann heim. Mér fannst hann duglegasti strákur í heimi :)
Kveðja, Hanna