Friday, July 11, 2014

Morgunvöfflur með bláberjum


Við fjölskyldan erum í sumarfríi. Síðustu tvær vikur höfum við bara haft það notalegt og rólegt saman hér heima og í kringum bæinn okkar, Skövde. Í næstu viku förum við vonandi í smá ferðalag með húsvagninn sem amma og afi voru svo yndisleg að lána okkur :)

Fyrstu sumarfrísdagana var ekkert frábært veður - grátt og rigningalegt. Það var þó alveg fullkomið, því þá daga gátum við nýtt till að gera hitt og þetta hér heima. Síðan hefur nefnilega verið í kringum 30 stiga hiti, og við höfum getað bara slappað af og leikið okkur án þess að hafa samviskubit yfir því sem á eftir að gera.

Það taka að vísu ekki allir fjölskyldumeðlimir jafn fagnandi á móti þessum hita. Sumir á heimilinu vilja bara sitja í skugga með stórar viftur á mesta krafti, úr öllum áttum.

Myndirnar eru síðan í morgun. Við mæðgin settumst út á pall með morgunmatinn okkar, hrikalega góðar bláberjavöfflur.



Litli stubbur skildi ekki alveg afhverju mamma hans var að taka mynd af morgunmatnum, og bað hana að taka nýja mynd þar sem hann væri með. Sú mynd er auðvitað miklu fallegri :) 

 


Morgunvöfflur með bláberjum
4 egg
3-4 msk vanilluskyr
1/2 dl ólívuolía
2-3 dl hveiti
2 tsk lyftiduft
1 maukaður banani
1/2 - 1 dl bláber (ég notaði frosin, og bætti þeim varlega við í lokin)
Mjólk (notaði bara smá til að þynna deigið örlítið)





Kveðja, Hanna