Friday, July 20, 2012

Snúðar með súkkulaðikremi



Heimilisfaðirinn byrjaði í sumarfríi í dag. Því var fagnað í kaffitímanum :)
 
Ég bakaði hrikalega góða heilhveiti-kanelsnúða með alvöru þykku súkkulaðikremi. Nammi namm. Uppskriftin af súkkulaðikreminu er fjölskylduleyndarmál en hér kemur uppskriftin af snúðunum. 

Heilhveitisnúðar

150 gr       Heilhveiti
200 gr       Hveiti
1/2  tsk     Sykur
1/2 bréf     Þurrger
3 dl           Vatn
1 dl           Olía

Byrjaðu á að setja vatn, sykur og ger í skál. Láttu það svo freyða (tekur um 5 mínútur). Næst skaltu setja heilhveitið, hveitið, og olíuna saman við. Svo þarf að hnoða deigið (KitchenAid sér um það fyrir mig). Láttu deigið hefast í a.m.k. klukkustund.

Næst fletur þú deigið út, penslar það með matarolíu og stráir kanelsykri yfir. Svo þarf að rúlla deiginu upp og skera niður í hæfilega stóra bita. Raða snúðunum síðan á bökunarplötu og setja í ofninn.

Bakaðu snúðana í u.þ.b. 12 mínútur við 175°C.




Verði þér að góðu!
Kveðja, Hanna.


P.s. Sérðu hvað ég á fínan kökudisk og kaffibolla? Snillingurinn hún mamma mín málaði svona sett handa mér. Meira um það seinna :)