Thursday, July 26, 2012

Ber og berar táslur.

Það er svo ótrúlega fallegt og gott veður hjá okkur að ég má varla vera að því að setjast fyrir framan tölvuna :)

Litli stúfurinn borðaði hluta af morgunmatnum í garðinum. Hann var alsæll með það :) Ooo, mér finnst fátt krúttlegra en litli kúturinn minn á táslunum í grasinu.

 

Við fengum mangó og jarðarber í morgunmat :) Ótrúlega girnilegt, finnst þér það ekki? Mér finnst æðislegt að byrja daginn á ferskum ávöxtum.


Kveðja, Hanna