Saturday, July 14, 2012

Egg í muffinsformi


Elsku mamma og Maríus voru hjá okkur í síðustu viku. Við áttum æðislegan tíma saman sem við nýttum meðal annars í að skoða bæinn okkar, spjalla, spila, hlæja og borða.

Mér fannst svolítið gaman hversu heillaður Maríus (sem er kokkur) var af muffinseggjunum mínum. Þau voru smá tilraunastarfsemi sem heppnaðist svona líka ofsalega vel. Ég gerði þrjár útfærslur af muffinseggjunum. Ég segi þér alveg örugglega frá þeim öllum, en ég ætla að byrja á einföldum eggjum & beikoni.




Ótrúlega einfalt, skemmtilegt og sniðugt.

Egg, Beikon, Uppskrift, Einfalt, Í ofni, Muffins, Muffinsegg

Þú þarft:
Egg
Beikon
Muffinspönnu
Muffinsform



 Aðferð:
1. Hita ofninn, 180°C.
2. Setja skúffu neðst í ofninn.
3. Raða beikoni á grind og setja inn í ofninn.
4. Leggja muffinsform í muffinspönnu.
5. Setja eitt egg í hvert form og setja inn í ofninn.
6. Taka allt út eftir u.þ.b. 25-30 mínútur.

Einfaldara verður það ekki :)


Kveðja, Hanna