Ég er ein af þeim sem bara geta ekki hugsað sér að fara í gegnum daginn án þess að borða eitthvað sætt. Ég er þó svo heppin að mér finnst ávextir og ber miklu betri en sælgæti - og samt er ég alveg agaleg ef ég veit af nammi hérna heima.
Ég læðist inn í eldhús, og litli bitinn sem ég ætlaði að fá mér verður allt í einu að heilu súkkulaðistykki. Oh, ég skammast mín fyrir að segja frá því.
Fyrir nokkru setti ég mér markið: að borða þrjá liti af ávöxtum á dag. Ég get svo svarið það að ég pæli ekki einu sinni í súkkulaðinu, sem situr í efstu hillunni í eldhússkápnum á móti vaskinum, þá daga sem ég næ markmiðinu. Ég fæ líka aldrei samviskubit yfir því að hafa borðað yfir mig af ávöxtum. Þvert á móti líður mér betur með hverjum bita :)
Í dag borðuðum við bláberin, jarðaberin og vínberin sem við keyptum á torginu í gær. Þau voru æðisleg :) Ótrúlega sæt og safarík.
Ávextir eru líka svo fallegir, sjáðu bara myndina. Þetta finnst mér mun girnilega en mynd af marssúkkulaði. Ertu ekki sammála?
Kveðja, Hanna