Sunday, July 22, 2012

Góður dagur

Þórey Vala, mágkona mín, er í heimsókn hjá okkur hér í Svíþjóð. Okkur finnst voða gaman að hafa hana :) Sérstaklega litla kútnum mínum sem elskar að draga frænku sína á eftir sér út um allt.


Í dag fórum við í Skara Sommarland. Þar fundu allir eitthvað skemmtilegt að gera. Við mæðginin dunduðum okkur í barnalauginni og svo í barnatívolíinu, á meðan pabbi og Þórey Vala sýndu hversu miklir ofurhugar þau eru, í risastórum rennibrautum og rússíbönum.



Eitt af tækjunum sem kúturinn fékk að prófa var þessi flotta rafmagnsskurðgrafa :) Honum fannst það æði. Hann mokaði og mokaði. Svo hætti hann allt í einu, kallaði: "Kaffi! Kaffi!" og hoppaði af. Frekar fyndið :)



Við tókum fullt af gómsætum berjum með okkur. Ber eru eiginlega alveg brilliant þegar maður fer í svona ferðir. Ekkert til að skera niður eða flysja, og subbuskapurinn helst í lágmarki.


Kveðja, Hanna