Það er lítið vatn
rétt hjá bænum okkar sem við keyrum stundum að í góðu veðri. Við vatnið er hvítur
sandur og á heitum dögum verður þarna notaleg „strandarstemming“. Síðastliðna
viku erum við búin að fara tvisvar sinnum upp að vatninu.
Við tökum með
okkur teppi og nesti, sundföt og handklæði. Ég verð að viðurkenna að mér finnst
best að hafa það bara notalegt á teppinu í sólbaði. Ég er ekkert stórkostlega
hrifin af því að baða mig í vatninu en ég læt mig hafa það og busla með syninum
þar sem grynnst er. Það er sko alveg þess virði þegar ég heyri hann skríkja úr
kæti.
Sérðu hvað sonur
minn er með? Þetta er svalahalda sem kallast dwink. Mér finnst hún stórsniðug :) Litli karlinn minn getur
ómögulega drukkið svala án þess að hella helmingnum yfir sig án hennar.
Hún er úr hörðu
plasti og með höldum svo það sullast ekki neitt. Að auki er svolítið erfitt
fyrir litla grallara að ná fernunni uppúr. Það er gat á botninum sem maður
getur ýtt í gegnum til að ýta fernunni uppúr höldunni. Minn stúfur hefur ekki
enn uppgötvað það.
Kveðja, Hanna
P.s. Ég þoli
ekki að segja og skrifa Hagkaup. Ég
veit aldrei hvernig ég á að beygja það. Er það eintölu eða fleirtölu orð? Hefði
ég t.d. átt að segja „ég keypti mína í
Hagkaupum“? Í auglýsingum frá versluninni sjálfri er það meira að segja
misjafnt hvort Hagkaup sé í eintölu eða fleirtölu.

