Saturday, July 21, 2012

Pizzakvöld


Í kvöld var pizzakvöld. Ég gerði heilhveitipizzur úr sama deigi og ég notaði í snúðana sem ég gerði í gær. Þær heppnuðust ótrúlega vel :) 


Mér fannst svolítið gaman að dunda mér við að fletja deigið út þannig það yrði svona fallega hringlaga. Ég notaði pizzaskera til þess að skera frá köntunum þar sem þess var þörf. Afskurðinn notaði ég síðan til að gera litlar pizzur fyrir soninn. Það sló alveg í gegn :)



Kveðja, Hanna.