Mér finnst þetta fallegasta blóm sem til er. Þetta er allra fyrsta "leikskólaföndrið" sem við foreldrarnir höfum fengið frá duglega litla stráknum okkar. Það situr fyrir ofan eldavélina, og hlýjar mér í hjartanu í hvert sinn sem ég lít það.
Það er svo gaman að sjá hvernig litli drengurinn minn ljómar allur þegar hann fær hrós.
Þú ættir að sjá hvað hann verður montinn þegar hann bendir á blómið sitt og segir: "Eglingi mála".
Hann fær alltaf sömu viðbrögðin - mömmu eða pabba sem skælbrosa út að eyrum og segja á móti: "Já, ofsalega varstu duglegur að mála blómið". Svo kíkjum við saman á blómið. Ofsalega varlega samt, því mamma hans ætlar að eiga þetta blóm alla ævi.
Kveðja, Hanna