Ég fór með vinkonu minni í mollið í dag. Þar keypti ég þessa hrikalega krúttlegu paprikuplöntu sem prýðir núna eldhúsgluggann minn :)
Við kíktum líka aðeins í H&M, og þegar við gengum inn í mátunarklefann til að prófa nýjar buxur sat þar eldri maður og leit út nokkurn veginn eins og maðurinn á myndinni hér að neðan.
![]() |
Mynd fengin að láni frá SuperStock |
Við gerðum
auðvitað ráð fyrir að við værum þær einu í allri Svíþjóð sem tala
íslensku og vinkona mín sagði: "Æ, sérðu greyið manninn
þarna. Ég vorkenni honum eiginlega." Ég svaraði: "Já, hann virðist ansi
bugaður, en hann brosir þó svo hann hefur það varla svo slæmt."
Við héldum svo okkar striki og vinkonan prófaði þessar líka fínu buxur. Þegar hún hafði verið í mátunarklefanum í nokkrar mínútur heyrði ég svo bugaða manninn tala við konuna sína. Á ÍSLENSKU! Úff!
Við vinkonurnar urðu skyndilega þær buguðu og skömmuðumst okkar svo, að við flýttum okkur út úr búðinni - eldrauðar í framan, með skottið á milli lappanna og báðum manninn ekki einu sinni afsökunar. Er það nú!
Hann fær hér með formlega afsöknarbeiðni.
Kveðja, Hanna