Það þarf að fylgja ein krúttmynd. Þó hún tengjist póstinum ekki :) |
Ég held að flestir kannist við að hafa einhvern tímann misskilið söngtexta. Það hefur komið fyrir oftar en ég kæri mig um að muna hjá mér. Þegar við hlustuðum (og horfðum á) Nínu og Geira í flutningi Rokklinganna datt mér í hug misskilningurinn á þeim texta, sem ég áttaði mig ekki á fyrr en í kringum tvítugt.
"En Nína grét og gekk mér frá.Ég hélt, frá því að ég var bara 5 ára og fékk að hringja í útvarpið og biðja um óskalag, að Nína hefði lúbarið Geira - alveg gengið frá honum. Mér var létt 15 árum seinna þegar ég áttaði mig á því að hún labbaði bara í burtu frá honum.
Hún gat ei skilið sem ég sagði þá."
Kveðja, Hanna