Monday, September 3, 2012

Húsráð: Kökukefli við sushigerð

Það eru bara tæp tvö ár síðan ég smakkaði fyrst sushi. Áður hafði ég ákveðið að sushi væri vont, og vildi ekki einu sinni smakka það. Í dag er það uppáhaldsmaturinn minn.

Uppáhalds sushi-staðurinn minn er SushiSamba en mér finnst líka ótrúlega gaman að gera sushi sjálf. 
Mér fannst alltaf svolítið erfitt að dreifa hrísgrjónunum jafnt yfir nori-blaðið þegar ég var að gera maki-rúllur. Mér fannst líka ótrúlega leiðinlegt hvað ég (og allt í kringum mig) varð subbulegt við það (ef þú hefur gert sushi, geri ég ráð fyrir að þú vitir um hvað ég er að tala).


Svo datt mér þessi snilld (þó ég segi sjálf frá) í hug. "Auðvitað! Ég nota bara kökukefli til að dreifa hrísgrjónunum" :) Ef þú notar trékefli, mæli ég með að þú vefjir það með plastfilmu. Ég held að það sé óþarfi ef þú átt t.d. silicone-kefli.


Þú byrjar á að setja hrísgrjónin á nori-blaðið. 


Síðan rúllarðu einfaldlega yfir.

Útkoman verður jafnt lag af hrísgrjónum, hreinar hendur, hreint eldhús og fallegra sushi. Ef þér finnst vanta hrísgrjón einhvers staðar, þá seturðu bara smá grjón þar og rúllar yfir aftur.
Ég hef hvergi heyrt um þetta áður, og finnst það hálf ótrúlegt. Ég "googl-aði" þetta meira að segja en fann ekkert svipað. Ég trúi því eiginlega ekki að engum hafi dottið þetta í hug. Þetta er svo ótrúlega einfalt og þægilegt.


Viltu lesa meira um sushi? T.d. um hugmyndir af fyllingu, hvernig á að gera "inside out" rúllur, eða bara byrjendaleiðbeiningar? Ég gæti skrifað um sushi alla vikuna ef einhver nennti að lesa það ;)

Kveðja, Hanna