Í dag var dreginn úr mér endajaxl. Ég var svo hrædd að ég fékk Fríðu, yndislegu vinkonu mína, til að koma og sitja hjá mér á meðan tannlæknirinn reif tönnina út. Ég get ekki lýst léttinum sem ég fann fyrir þegar ég áttaði mig á því, að þetta var alls ekki eins slæmt og ég hélt að það myndi verða. Þó get ég alveg viðurkennt að þetta var ekki besti dagur lífs míns.
Yndislegi Elli minn keypti haug af verkjalyfjum og allt í fljótandi formi, sem mér finnst gott og fæst í búðinni. Meðal þess sem ég fékk var íslenskt skyr (sem er samt ekki eins og íslenskt skyr). Namm :) Litli ljúfur er líka búinn að vera alveg sérstaklega blíður við mömmu sína. Finnur líklega á sér að hún er eitthvað brothætt.
Það er svo gott að eiga góða að þegar maður er lítið grey.
Nú er komið að síðasta hluta sjálfsvorkunnarinnar - kúri í sófanum. Ég ríf mig svo upp á morgun og hætti þessu væli :)
Kveðja, Hanna.
P.s. ertu ekki fegin/n að hafa fengið mynd af skyrinu í staðinn fyrir að hafa fengið mynd af tönninni?