Ég verð að viðurkenna að ég er hálf snortin vegna "bloggleysis-kvartananna" sem mér hafa borist :) Mikið er gaman að vita að svona margir séu að fylgjast með okkur hérna í útlandinu.
Ástæða blogg-leysisins er einfaldlega sú að ég hef varla haft tíma til að setjast niður síðustu vikur. Ég byrjaði nefnilega að vinna, síðan byrjaði ég í mastersnámi og svo byrjaði ég í annarri vinnu að auki.
Það er sem sagt alveg nóg að gera :) Ég hef svo reynt að nýta allan tíma utan vinnu og skóla með litla fallega drengnum mínum og fjallmyndarlegum föður hans. Stundum reyni ég að "múltí-taska" eins og sést á myndinni hér fyrir neðan :) Tek t.d. lærdómin með mér á róló. Það gengur misvel :)
Nú er álagið aðeins að minnka, svo hægt og rólega verður aftur almennileg regla á heimilinu. Ég get líka vonandi skrifað þér oftar :)
Kveðja, Hanna