Tuesday, September 4, 2012

Kósýdagur og bananakex



Í dag var litli ljúfur smá lasinn :( Sem betur fer ekkert alvarlegt samt, bara smá haustflensa, svo við ákváðum bara að eiga voðalega notalegan dag saman.


Kúrðum fullt, lásum allar bækurnar hans, byggðum lestir og fórum í bíló. Hrikalega kósý og næs.


Við ætluðum líka að baka bananabrauð, en áttum engan sykur svo við fengum okkur í staðinn hafrakex með bananafyllingu.


Við byrjuðum á því að stappa banana. Litla ljúf fannst það ótrúlega gaman :) Ég setti bananann í svona 30 sekúndur inn í örbylgjuofn áður en við stöppuðum hann. Hann varð aðeins mýkri fyrir vikið.

Svo settum við bananamaukið á hafrakex.
 

Síðast settum við annað kex ofan á og þrýstum smá. Þá var kexkakan okkar tilbúin.

Kveðja, Hanna