Wednesday, October 7, 2015
Hálfs árs
Fallega, ljúfa, yndislega, litla dóttir mín er hálfs árs í dag. Ég trúi vart að mér hafi hlotnast sú blessun og lukka að eignast þessa dásamlegu litlu blómarós.
Ég er alveg viss um að tíminn hafi aldrei liðið jafn hratt og síðustu 6 mánuði. Það er eflaust satt sem þeir segja - tíminn líður sannarlega hraðar þegar það er gaman.
Glaðvær, rólynd og forvitin eru orðin sem lýsa litlu mömmumúsinni minni best, og það besta sem hún veit er að vakna. Engum í heiminum þykir jafn gaman að opna augun eftir væran blund og þessari litlu dásemd. Hún skríkir úr kæti og brosir svo blítt að það myndi bræða hvern sem er. Það er fátt, ef eitthvað, sem jafnast á við að fylgjast með þessu augnabliki.
Á sinni stuttu ævi hefur hún fært svo mikla gleði í heiminn... bætt hann svo um munar. Ég hlakka svo til að fylgjast með henni halda áfram að vaxa og dafna. Bæta og kæta allt í kringum sig enn meira, með blíðu brosi og hlýju hjarta.
Kveðja, Hanna