Thursday, October 8, 2015

Blúndugalli


Við höfum ekki þurft að nota útigalla mikið fyrir litlu ljúfuna hingað til. Helst bara þegar við vorum á Íslandi í sumar. Þá keyptum við ekki nýjan galla fyrir hana, heldur notuðum aftur notalegan, ljósan 66°n flísgalla sem stóri bróðir fékk þegar hann var pínulítill.

Ég var orðin svolítið leið á gallanum, svo ég saumaði á hann smá blúndu og er ekkert smá ánægð með útkomuna. Voða einföld og látlaus breyting, en mér fannst þetta verða ný flík.


"Fyrir"myndin er ansi hreyfð og óskýr. Ástæðan er sú að hugmyndin að breytingunni var svolítil fluga, og ég mátti eiginlega ekki vera að því að taka myndina. Ég var svo æst í að byrja að sauma :)


Tilbúinn og algjört krútt!


Að sjálfsögðu hafa fleiri flíkur verið skreyttar með smá blúndu í framhaldinu. Hvað verður ekki fallegra með smá blúndu á?

Kveðja, Hanna