Á leiðinni í gleðigönguna átti eftirfarandi samtal sér stað:
Ég: Hvers vegna heldur þú að það sé svona mikilvægt að hafa svona hátíð - þar sem maður sér að allir eru ólíkir og glaðir saman?
Hann: Af því að annars þorir maður ekki að vera eins og maður vill.
Ég: En afhverju er það svona mikilvægt að maður þori því?
Hann: Kannski verður maður annars bara leiður og finnst ekkert gaman.
Ég hef sjaldan verið eins ótrúlega stolt. Tæplega fimm ára gamall, litli, klári og fallegi sonur minn veit nú þegar nokkuð sem margir fullorðnir eiga enn eftir að læra.
Kveðja, Hanna