Friday, September 18, 2015

Annar prinsessukjóll


Ég er búin að sýna þér handverk frá ömmum, mömmu og fleirum en er eiginlega hálfspéhrædd við að sýna mitt eigið. Það bliknar allt sem ég geri í samanburði við þessi listaverk sem þær gera. Ég þarf bara að minna mig á að þær eru búnar að vera að töluvert lengur en ég :)

Ég ætla samt að stíga út fyrir þægindahringinn og leyfa þér að sjá. Það verður  náttúrulega allt gullfallegt með svona fyrirsætu <3


Ég saumaði blúnduborða, sem ég átti afgangs úr öðru verkefni, aftan í kjólinn í staðinn fyrir að setja tölu. Mér finnst það koma ægilega krúttlega út.


Hún leit nokkrum sinnum upp til mín...



 ...en þótti Transformer-karlinn sem bróðir hennar skildi eftir í sófanum mun meira spennandi en ég.



Litlu fingurnir eru voða forvitnir og krúttan litla vill smakka allt, svo við þurfum aldeilis að taka okkur í því að skilja ekki eftir dót með svona litlum hlutum í þar sem hún nær til.


Fimm ára legosnillingar og forvitin fimm mánaða snúlla er kannski ekki alveg besta blandan. Æ, jú... oftast er það alveg fullkomin blanda. Bara ekki þegar kubbarnir gleymast á stofugólfinu.


 Krúttlega samfellan með hvíta kraganum er frá Lindex.

  


Ég notaði uppskrift úr Sandnes ungbarnablaði nr. 1504 (sjá mynd), en breytti reyndar hálsmálinu aðeins. Nú er ég byrjuð á næsta kjól (þessum á forsíðunni), úr yndislegu og dúnmjúku fjólubláu alpakka silki. 


Kveðja, Hanna