Thursday, November 19, 2015

Nýjir skór


Ég er skóböðull og geng alveg rammskakkt. Svona líta skórnir mínir út núna. Hælarnir algjörlega uppspændir á skónum sem ég lét þó sóla fyrir síðasta vetur. Ég er búin að vera að velta fyrir mér hvort ég eigi að láta laga þá aftur, en hef ekki látið verða að því sökum þess að ég held að ég sé búin að ganga leðrið svo mikið til að skórinn styður ekki lengur rétt við fótinn hvort sem er. Svo er ég líka búin að vera með augastað á draumaskónum í svolítinn tíma en tími ekki að kaupa mér þá.


Ég þarf varla að taka það fram að ég er auðvitað búin að vera að drepast í fótunum og bakinu, gangandi um með hálfan hæl undir skónum.

Elsku Elli minn ákvað þess vegna að taka málin í sínar hendur í dag. Bauð mér í hádegismat í bæinn og kom mér svo alveg á óvart með því að gefa mér draumaskóna! Ég vil sofa í þeim - þeir eru svo dásamlegir!


Bjútífúll á fæti! Gjeggaðir á litnn.


 Sjúklega þægilegir! Mjúkir og næs, en styðja samt svo vel við fótinn.


...og sérðu sólann! Ég spæni þennan nú ekki upp á einum vetri.

Takk Elli minn!

Kveðja, Hanna