Það erfiðasta við að búa erlendis, er fjarlægðin frá fjölskyldunni. Það er alltaf jafnleiðinlegt að geta ekki tekið þátt í fallegu og skemmtilegu gleðistundunum; brúðkaup, afmælisveislur, þegar nýjir fullkomnir litlir einstaklingar koma í heiminn eða þegar einhver útskrifast úr stembnu námi. Það nístir líka í hjartað að geta ekki syrgt saman á erfiðum tímum.
Mér finnst líka alltaf leiðinlegt að hugsa til þess hvað yndislegu litlu börnin mín missa af miklu - að hafa ekki ömmur, afa, frænkur og frændur í kringum sig. Svona smáatriði eins og að vera sóttur í leikskólann af ömmu eða að fá að gista hjá frændsystkinum verða allt í einu svo stór.
Við erum þó svo heppin, að fólkið okkar er voða duglegt að heimsækja okkur. Við erum t.d. búin að vera með heimsóknir frá Íslandi síðastliðinn mánuð. Okkur þykir ósköp vænt um það að fólkið okkar kjósi að koma og eyða
fríinu sínu hjá okkur. Við erum líka ótrúlega heppin með yndislega vini hér í Skövde. Án þeirra værum við löööngu flutt aftur til Íslands.
Nú eru allir gestir farnir og húsið hálftómlegt, verð ég að viðurkenna. Ég verð alltaf svolítið sorgmædd þegar gestirnir okkar fara, þá sérstaklega mamma. Það falla alltaf nokkur tár þegar hún fer aftur heim.
Núna erum við búin að panta okkur ferð til Íslands til að skíra litlu ljúfuna okkar, svo það er ekki langt í næsta knús.
Ég læt nokkrar myndir frá síðustu vikum fylgja með.
|
Ömmu- og afaknús á ströndinni :) |
|
...og fleiri knús heima :) |
|
Svona var amman stóran hluta heimsóknarinnar :) |
|
Það var að sjálfsögðu spilað. Sumir unnu, aðrir töpuðu... förum ekki nánar út í það ;) |
|
Litla Sólin sem heimsótti okkur með mömmu sinni. |
|
Ljúfan mín <3 |
|
Það þarf ekki mikið til að hafa ofan af fyrir börnunum... vatn, skófla og fata er alveg nóg. |
|
|
|
... segið "sís". |
|
Steinhissa á þessari býflugu sem elti hana um allt! |
|
<3 |
|
Systurnar <3 |
|
Það var ekki auðvelt að fá litla ljúfinn til að stoppa og brosa nógu lengi til að smella af :) |
|
Ís í hitanum.... |
|
<3 |
|
Sumarstelpa :) |
|
Bjútífúl... og alveg með sísið á hreinu :) |
|
Heiða kann að njóta sumarsins :)
Kveðja, Hanna
P.s. Þú sérð glytta í nýja húsið mitt á nokkrum myndanna... það er þó efni í sérpóst :) Hlakka til að sýna þér betur.
|