Ég held að það sé enginn til sem hefur jafn mikið dálæti á krukkum og ég. Það er alveg sama hversu fullir eldhússkáparnir mínir eru orðnir, ég bara get ekki hent krukkunum. Öðru hvoru finn ég eitthvað sniðugt að föndra með krukkurnar og finnst það voða gaman. Ég er þó agalega hugmyndasnauð, svona yfirleitt en Pinterest er stórsniðug síða fyrir svona krukkuunndendur eins og mig. Endalausar hugmyndir að finna þar.
Undur og stórmerki gerast þó, og ég fékk (þó ég segi sjálf frá) brilljand hugmynd áðan. Einfalt krukku-jólaföndur sem eins árs barn gæti ábyggilega gert með lokuð augun!
Þú þarft:
krukku, límstifti, kókosmjöl og disk.
Aðferð:
1. Helltu kókosmjölinu á disk.
2. Renndu límstiftinu yfir krukkuna. Passaðu að þekja vel.
3. Rúllaðu krukkunni upp úr kókosmjölinu.
Tada! Tilbúið! Einfaldasta jólaföndur í heimi :)
Kveðja, Hanna