Monday, May 13, 2013

Litli tónlistarmaðurinn

Elsku litla ljósið mitt kann alveg að leika á hjartastrengi móður sinnar. 

Ég söng fyrir hann Litla tónlistarmanninn (Mömmulagið - eins og hann kallar það sjálfur) í kvöld. Það er í alveg einstöku uppáhaldi þessa dagana. Þegar ég ætlaði svo að bjóða honum góða nótt strauk hann mér svo ofurblítt um vangann og sönglaði "Mamma - mér finnst gott að koma til þín. Mamma - þú ert mamma mín".

Það þarf varla að taka það fram að ég hætti við að læðast fram. Sat hjá honum í staðinn og dáðist hugfangin að þessari litlu, fallegu og góðu sál sem hann er. Alveg þangað til hann hafði stungið af í draumalandið.

Kveðja, Hanna