Rétturinn ÁÐUR en hann fór í ofninn :) |
Þú þarft:
500 gr. Lax (ég kaupi filé sem búið er að roðfletta, snyrta og búta niður frá Findus)
1 dl Rautt pestó
1/3 dl Grænt pestó
Ferskur mozzarella ostur (ég kaupi eina stóra kúlu, og nota u.þ.b. 2/3 af henni)
Kirsuberjatómata (ekki nauðsynlegt)
Furuhnetur (ekki nauðsynlegar, en setur punktinn yfir i-ið)
- Stilltu ofninn á 180°c.
- Blandaðu saman rauða og græna pestóinu. Magnið hér að ofan er bara viðmið.
- Skerðu tómatana í báta og ostinn í sneiðar (ca. 3 mm þykkar).
- Skerðu svo smá "vasa" í laxbitana.
- Settu pestóblönduna í eldfast mót, og laxinn með. Nuddaðu laxinum svo aðeins upp úr pestóinu.
- Fylltu "vasana" á laxinum með mozzarella ostinum.
- Settu tómatana í mótið, og stráðu smá furuhnetum yfir (ef þú vilt... þetta er ekki nauðsynlegt).
- Skelltu mótinu í ofninn í 15-20 mínútur.
Kveðja, Hanna