Wednesday, March 13, 2013

Sushi tillögur

Hér koma loksins nokkrar hugmyndir af fyllingu í maki-rúllur :)


Ég var sérstaklega beðin um hugmyndir að grænmetisrúllum og rúllum fyrir þá sem vilja ekki mikið af framandi sjávarfangi. Ég sá það eftir á, að ég var full æst í lárperur (avocado). Ef þér finnst þær ekki góðar, sleppirðu þeim bara :)


 Rjómaostur, sæt kartafla, graslaukur og lárpera.

 Rjómaostur, paprikusmurostur, paprika, lárpera og surimi (krabbalíki).


Lárpera, sæt kartafla, rauð paprika, rjómaostur og kínversk tómatsósa (sterk).



Rækjur, graslaukur, lárpera, paprika og rjómaostur.


Rækjuostur, rækjur, surimi, lárpera og gúrka.

Paprikusmurostur, rauð paprika, gul paprika, sæt kartafla og hunang.

Hart grænmeti (t.d. gulrætur og kartöflur) sýð ég yfirleitt smá áður en ég set það í rúlluna. Þá verður það aðeins mýkra, sem mér finnst betra. Það er svo auðvitað bara smekksatriði.

Ef þú varst ekki búin að sjá póstinn minn um hvernig þú getur notað kökukefli til að auðvelda sushigerðina, kíktu þá endilega á hann HÉR.

Kveðja, Hanna Björg