Elsku litli drengurinn minn veit fátt betra en að gæða sér á gómsætri kókoskúlu og drekka ískalda mjólk með. Ég smakkaði mig því áfram með hinu og þessu úr eldhússkápunum, og tókst að gera þessar hrikalega góðu og svakalega girnilegu kókoskúlur - án allrar óhollustunnar (enginn sykur, hveiti, o.s.fr.v.).
Ég var hrikalega ánægð með mig, og svo spennt að leyfa honum að smakka, að ég leyfði honum að fá sér eina í sunnudags-morgunkaffi.
Hann settist niður, alveg svaka spenntur, og gerði sig tilbúinn til að taka kúluna í einum munnbita. Beið eftir að ég segði "gjörðu svo vel", beit í kúluna, frussaði henni svo út úr sér og sagði "bleh".
Frábært!
Jæja, ég á a.m.k. u.þ.b. fimmtán æðislegar kókoskúlur sem ég fæ að borða alveg sjálf :)
Kveðja, Hanna
P.s. viltu uppskriftina?