Friday, February 1, 2013

Þriggja hæða salat

Ég er mikill aðdáandi einfaldra og hollra rétta (eins og þú kannski veist nú þegar). Um daginn gerði ég voða gott og einfalt kjúklingasalat.


Ég keypti tilbúinn (fulleldaðan) kjúkling og notaði grænmeti og hnetur sem var til hér heima. Úr þessu varð meinhollur og hrikalega góður skyndibiti sem allir fjölskyldumeðlimir voru hæstánægðir með.


Yfirleitt, þegar ég geri kjúklingasalat skelli ég öllu í skál en þegar ég var að leita að sigtinu rakst ég á þriggja hæða kökudiskinn minn, sem er auðvitað alveg kjörinn fyrir svona :) Ég raðaði hráefninu á diskinn, og það gat þá hver um sig útbúið sitt eigið salat. Fullkomið þegar fjölskyldumeðlimir eru ekki sammála um hvert hlutfall grænmetis og kjúklings á að vera ;)

Kveðja, Hanna