Wednesday, May 13, 2015

Mamma belja


"Mamma, þú ert eins og belja í dag" sagði litli hreinskilni ljúfurinn minn þegar við sátum og lituðum í morgun.

Í hormónabrenglaðri viðkvæmni minni hélt ég að þessari athugasemd væri beint að holdafari mínu, og sagði drengnum að svona segði maður ekki! Hvorki við móður sína né nokkurn annan.

Það sat líka enn í mér þegar fórum á kaffihús um daginn og drengurinn spurði mig hátt og snjallt fyrir framan u.þ.b. tíu manns hvort það væru fleiri börn í maganum á mér - hann væri enn svo SVAKALEGA stór.

Elsku barnið horfði þá á mig og spurði afhverju hann mætti ekki segja svona - mömmur og beljur væru líkar, því báðar búa til mjólk. Mér varð litið niður og við sprungum bæði úr hlátri.



Kveðja, Hanna